Hér er 2 1/2 árs strákurinn minn að koma í sínu fyrstu heimsókn. Límmiðar hjálpa mikið við að hvetja börn áfram. Mælt er með fyrstu skoðun milli 2-3 ára aldurs

Fyrsta heimsókn til tannlæknis

Fyrsta heimsókn til tannlæknis ætti að vera skemmtileg! 
Það þarf ekki að vera flóknara en það.

Því miður eru of margir með kvíða yfir því að fara til tannlæknis - sem stafar oftast vegna slæmri fyrri reynslu - eða vegna vondra frásagna sem við höfum heyrt.

Til að reyna að útrýma þessum kvíða, skiptir fyrsta heimsókn (og þær sem á eftir koma) mjög miklu máli.
Þar spilið þið foreldrarar/forráðamenn lykil hlutverki. 

Ykkar hlutverk snýst aðallega um það að undirbúa barnið á uppbyggilegan hátt.

Punktar sem gagnast í þessu:

  • Það þarf ekki að lýsa því sem stór máli að vera að fara til tannlæknis. 
  • Undirbúningsmyndbönd eru góð 
  • Ekki lofa að eitthvað verði ekki vont. Þá byrja börnin yfirleitt að hugsa afhverju þið séuð að nefna þetta orð og þá hvort að þau gætu í raun og veru meitt sig.
    Einnig gæti eitthvað af því sem við gerum í viðgerðum, verið vont í smá stund og þá er leiðilegt fyrir traustið að það sé búið að svíkja það sem þið sögðuð.
  • Gerið það sem þið teljið henta ykkar barni best, en varist þó að tala með kvíða-tón (já það er til svoleiðis og börn skynja margt).

 

Enn og aftur.. Það ætti að vera gaman að fara í heimsókn til tannlæknis. Við fyrstu skoðanir er:

  •  Vatnsbyssan skoðuð - en hún kann bæði að sprauta vatni og blása lofti
  • Ryksugan - sem er allskonar á litinn og tekur allt vatnið í burtu
  • Prófað að fara upp í geim í stólnum
  • Tannlæknaspegillinn er skoðaður og tannlæknaputtarnir (verkfærin okkar)
  • Tennurnar taldar - sumar eru að fela sig og þá er gott að notast við loftið í vatnsbyssunni og spegilinn til að finna þær.
  • Fáum límmiða
  • verðlaun frammi - öll börn fá verðlaun sem koma - alveg sama hvort allt gengur upp eða ekki :)

Barnatennurnar eru 20 talsins - 10 uppi, 10 niðri
Alveg eins og við erum með 10 putta í efri hluta líkamans, og 10 tær í neðri hlutanum

 

 

Ef samvinna og traust næst ekki, þá reynum við aftur síðar.
Stundum fáum við að telja tennurnar í fangi þeirra sem kemur með barnið, stundum fáum við að telja nokkrar, en lang oftast fæst einhversskonar samvinna og allt gengur smurt og við náum að sjá 20 tennur.

 

 

Back to blog