Öll vitum við hvað það er mikilvægt að bursta tennurar tvisvar á dag með flúortannkremi...
En hvað með tannþráðinn? - Hann hefur verið að gleymast ansi mikið, en það ætti að byrja að nota hann um leið og tennur snertast í munni - þannig já oft fyrir 2 ára aldur!
Hér eru myndbönd sem gætu veitt betri innsýn
Að tannþráða börn - með og án sérþarfa
Myndbönd ætlað börnum - til að lýsa mikilvægi tannþráða notkunar
En hvað er svona merkilegt við tannþráðinn?
1. Fyrirbyggir tannskemmdir
Tannþráður nær á milli tanna - þar sem tannburstahárin ná ekki til - fjarlægir þannig tannsýklu, bakteríur og matarleifar - sem minnkar þannig líkur á tannskemmdum
2. Eykur heilsu tannholds
Það er fjarlægja bakteríur reglulega með tannþræði - fyrirbyggir að þær nái að koma sér vel fyrir við tannholdskantinn, og þannig minnkar bólgur og blæðingu, en einnig beineyðingu.
3. Koma á góðum ávönum - snemma
Það að byrja að koma ávönum á snemma á lífsleiðinni - hjálpar til við að viðhalda þeim út ævina.
4. Minnka andremmu
Andremma - eða Andfýla - getur minnkað þegar við minnkum magn baktería og matarleifa
5. Bætt tannheilsa við tannréttingar
Það getur reynst erfitt að nota tannþráð þegar maður er með spangir - en þetta er einmitt svo mikilvægur tími til að notast við hann og vera með munninn hreinann og fínann.
6. Kenna ábyrgð
Það að nota tannþráð er auðvelt en jafnframt mikilvægt skref í viðhalda góðum og heilbrigðum venjum. Það að hvetja börn áfram í því að hugsa vel um tannheilsuna - ýtir undir sjálfstæði og rútínu.
7. Jákvæð áhrif á almenna heilsu
Góð tannheilsa er tengd við góða almenna líðan. Það að koma tannþráða notkun í rútínu, eykur vellíðan og heilsu barna okkar.
8. Gera tannþráða notkun skemmtilega
Það eru til allskonar tannþræðir - haldarar - þræðir - og gaman að breyta til og kaupa og nota mismunandi þræði.
9. Vera fyrirmyndir
Ef börn sjá ykkur nota tannþráð, ýtir það undir að þau vilji líka nota hann.
Það er frábært að reyna að bæta tannheilsu barna okkar, en einnig okkar eigin með því að bæta við tannþráða notkun 1 sinni á dag.
Ef það gengur erfiðlega að koma honum í rútínu, er gott að byrja á einum degi í einu, þangað til maður nær því oftar í viku !
Eitthvað er betra en ekkert :)